Með nýju ári koma ýmsar breytingar, t.d. ný bloggsíða. Ég hef ákveðið að halda úti minni eigin þar sem ég og Alma stofnuðum hitt saman sem var aðalega í kringum útgáfu á bókinni Postulín. Það teygði sig svo í ýmsar áttir en nú finnst mér tímabært að stofna mitt eigið aftur. Ég hef ekki verið mjög öflug í skrifum upp á síðkastið, skólinn strax að ná hámarki, vinna og önnur verkefni. Ég er búin að vera á námskeiði hjá Þorvaldi Þorsteinssyni í skapandi skrifum og hef því einnig mest verið að skrifa fyrir sjálfan mig ... og námskeiðshópinn.
Ég stefni nú reyndar á að halda því áfram en læt eitthvað detta hér inn þegar mér langar til þess sjálf.
Eigið þið góða vikurest :)
Kv. Freyja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1015
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Tenglar
Ég skoða...
- Háskóli Íslands
- Einstök börn
- Forréttindi ehf.
- Notendastýrð persónuleg aðstoð
- Osteogenesis Imperfecta foundation
- Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum
- Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð
- Hjallastefnan
- Dale Carnegie
- ABC hjálparstarf
- Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar
Athugasemdir
Hæ hæ Freyja.
Mér líst mjög vel á þína eigin síðu og hlakka til að lesa pælingarnar þínar.
Endilega segðu okkur meira frá námskeiðinu, mér finnst það mjög spennandi.
Knús
Olga Björt (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:08
Frábært :) lýst vel á að þú haldir áfram að blogga :) og hey... hvað er nýtt blogg milli vina..
Heiða Björk Ingvarsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:16
Hæ hæ Freyja.
Mér líst vel á nýtt blogg á nýrri síðu.
Endilega segðu við tækifæri frá þessu námskeiði í skapandi skrifum. Hljómar mjög spennandi. Þú átt örugglega eftir að gefa út fleiri bækur.
Hafðu það sem best.
Olga Björt
Olga Björt (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:58
Hamingjuóskir með nýja bloggsíðu. Þú ert svo skemmtilegur penni og skrifar einnig mjög mikilvæga pistla :). Keep up the good work!
Kristbjörg Þórisdóttir, 26.1.2009 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.