,,We are no longer objects of care“

Fanney aðstoðarkona mín benti mér á upptöku á YouTube um konu sem er með notendastýrða persónulega aðstoð. Um er að ræða fjóra þætti og var ég að enda við að horfa á þá. Þessi sænska heimildarmynd var gerð 1995 (frábært fyrir Svía en vandræðalegt fyrir Íslendinga) en hún fjallar um líf tveggja fatlaðra kvenna - önnur er með persónulega aðstoð og hin ekki.

Myndin gefur góða innsýn í hversu mikil lífsgæði, frelsi og tækifæri aukast við að hafa svona aðstoð en um leið hversu erfitt og niðurlægandi það getur verið að fá aðstoð frá félagsþjónustu og heimahjúkrun, einungis þegar þeim hentar að aðstoða þig.

Ég held að fáir geri sér grein fyrir möguleikum fólks með skerðingar ef það stýrir aðstoðinni sjálft, hver veitir hana, hvenær og við hvaða aðstæður. Eins og kemur fram í myndinni er þetta ekki síst spurning um viðhorfsbreytingu fatlaðs fólks. Þ.e.a.s. að við hættum að lýta á okkur sem aukahlutverk í leikverki eða sem viðfangsefni umönnunaraðila og horfum á okkur sem leikstjóra í eigin lífi.

Ég hvet ykkur til að horfa á þessa heimildarmynd. Hún dýpkar skilning, breytir viðhorfum og endurspeglar þann raunveruleika sem ég vil sjá fyrir fólkið í samfélaginu. Sá raunveruleiki er á ábyrgð okkar allra.

 

Hægt er að lesa meira um sjálfstætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð hér: www.independentliving.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast

það er frábært að benda á svona slóðir því það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að fá að vera frjáls...

takk fyrir allt

knús Birna

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband