Skólinn staður til að þroskast
HVAÐ þarf til að tilheyra eigin samfélagi?
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
HVAÐ þarf til að tilheyra eigin samfélagi?" Þessari spurningu velti Freyja Haraldsdóttir, þroskaþjálfanemi, upp í erindi sínu á ráðstefnu sem bar heitið Skóli án aðgreiningar: Erum við á réttri leið í völundarhúsinu?" sem fram fór í vikunni fyrir fullu húsi. Svarið við spurningu sinni segir Freyja vera: Það að tilheyra eigin samfélagi felur í sér að maður fái tækifæri til þess að taka þátt í skólasamfélaginu, fjölskyldulífi, tómstundum og eiga vini. Ég finn, sem fötluð manneskja, að með því að hafa gengið í almennum skóla og verið viðurkennd af umhverfi mínu finnst mér ég hafa fullan rétt til að taka þátt í samfélaginu og finnst ég tilheyra því," segir Freyja.
Að sögn Freyju eru það mannréttindi allra barna að fara í sinn heimaskóla, hvort sem þau eru fötluð með margbreytilegar þarfir eða ekki. Við megum ekki missa sjónir af þeim réttindum og fara að afsaka skólana of mikið. Vegna þess að skólunum ber að taka á móti nemendum með margbreytilegar þarfir, láta þeim líða vel og gefa þeim tækifæri til þess að læra og þroskast eins og öðrum börnum."
Freyja gerði í erindi sínu ýmsar hindranir fyrir skóla án aðgreiningar að umtalsefni. Að mínu viti er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar ekki tekin nægilega mikið inn í kennaramenntunina í dag. Ég held að kennaranemar þurfi að fá miklu betri kynningu á þörfum nemenda með margbreytilegar þarfir sem og kynningu á þeim úrræðum sem eru í boði," segir Freyja. Bendir hún á að viðhorf bæði starfsfólks og nemenda í garð nemenda með margbreytilegar þarfir skipti sköpum. Við getum unnið mikið með viðhorfið með því t.d. að flétta lífsleikni mun betur inn í almennu námsskrána."
Niðurskurður kostar síðar
Verði það niðurstaða stjórnvalda þá mun það skapa miklu meiri vanda og meiri kostnað í framtíðinni, vegna þess að við verjum svo stórum hluta ævi okkar í skólanum. Þar erum við að þroskast og eignast vini, læra reglur samfélagsins og viðmið. Ef okkur líður ekki vel þar þá náum við ekki þeim þroska og þeirri þekkingu sem við ættum að ná. Þannig að það er ekki bara skaðlegt fyrir einstaklinginn og lífsgæði hans heldur samfélagið í heild sinni."
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1015
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Tenglar
Ég skoða...
- Háskóli Íslands
- Einstök börn
- Forréttindi ehf.
- Notendastýrð persónuleg aðstoð
- Osteogenesis Imperfecta foundation
- Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum
- Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð
- Hjallastefnan
- Dale Carnegie
- ABC hjálparstarf
- Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.