Tvisvar í þessari viku hef ég verið í Norðlingaskóla með fræðslu fyrir 1.-6. bekk en nú eru svokallaðar jafnréttissmiðjur og var ég að fjalla um jafnrétti með tilliti til fötlunar. Nemendum er skipt upp í hæfilega stóra hópa sem mér finnst alveg frábært því þá finnst mér ég ná að skapa meiri nánd og öryggi, auk þess sem ég get horft í augun á nemendum þegar þau eru að segja frá eða spyrja spurninga. Allir hóparnir hingað til hafa verið draumahópar, iðað og ruggað hæfilega mikið í stólunum, sýnt mikinn áhuga, hlustað af athygli, spurt af hreinskilni og sagt dásamlegar sögur af sjálfum sér hvort sem það tengist efninu eða ekki.
Ég átti skemmtilegt samtal við einn nemanda í dag að loknum fyrirlestrum sem mér langar að deila með ykkur. Til að það skiljist almennilega verð ég að taka fram að ég sagði frá að ég væri með fjórar aðstoðarkonur sem skiptust á að vinna hjá mér.
Nemandi (líklega um 8 ára): Mér finnst þú alveg ótrúlega heppin.
Ég (ánægð með þetta sjónarmið): Já, ég veit það, ég er rosa heppin.
Nemandi: Ég er sko ekki með svona aðstoðarkonur eins og þú - ég væri sko til í það!
Ég: Já, þær eru frábærar.
Nemandi: Hvað gerist ef þær eru veikar? ... já, þá kemur bara sú sem er númer tvö.
Ég: Já, stundum er það þannig en stundum getur engin leyst af.
Nemandi: Af hverju kemur ekki bara sú sem er númer tvö í röðinni? [bendir á aðstoðarkonu] - Númer hvað er þessi?
Mér finnst æðislegt, í eins mikilli einfeldni og þessari, hvað er mikil rökhugsun. Þó það sé ekki ,,æskilegt" að númera okkur mannfólkið þá væri þannig hægt að skipuleggja hlutina svo miklu betur, eins og þessi unga manneskja bendir réttilega á.
Ánægjulegast af öllu var þó, að því markmiði var náð, að það að þurfa á aðstoðarkonum að halda var orðið eftirsóknarvert!!
- Freyja Heppna Haraldsdóttir!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Tenglar
Ég skoða...
- Háskóli Íslands
- Einstök börn
- Forréttindi ehf.
- Notendastýrð persónuleg aðstoð
- Osteogenesis Imperfecta foundation
- Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum
- Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð
- Hjallastefnan
- Dale Carnegie
- ABC hjálparstarf
- Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar
Athugasemdir
Gaman að heyra að það hafi gengið svona vel í Norðlingaskóla, enda ekki við öðru að búast. Já það myndi auðvelda margt, ef það væri hæg að númera fólk.
Sigþrúður, aðstoðarmanneskja nr. ?
Sigþrúður (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 10:25
Þið eruð allar nr. 1 Sem flækir þetta aftur!
Freyja Haraldsdóttir, 23.5.2009 kl. 11:22
Æi krúttið, frábær saga :)
Ragnar Emil, 23.5.2009 kl. 17:19
já einlægnina vantar ekki hjá þessum árgangi :) ef manni vantar áliut þá á maður að spurja börnin þá fær maður það ekki undir rós eða fagurlega pakkað heldur bara hreint út , beint í æð :)
börnin klikka ekki
kv
Helga
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.