Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Ég hef lagt mikið upp úr því síðustu árin að leyfa mér að eiga mér drauma. Þessa drauma hef ég svo sett niður í markmið, ekki endilega skriflega, heldur í huganum. Sum markmiðana eru verkefni til að takast á við hverju sinni en önnur tilheyra framtíðinni og eru óljósari. Það hefur oft verið sagt að til að ná markmiðum þurfum við að skilgreina þau vel og skipta þeim niður í þrep - annars séu þau ekki nægilega markviss og náist ekki. Að mörgu leiti tel ég þetta vera rétt en að öðru leiti er ég ekki mikið fyrir kassa og línur og þarf fyrst og fremst að fylgja sannfæringu minni, tilfinningum og trú á markmiðum - þrátt fyrir að geta ekki teiknað kort af leiðunum að þeim.
Stundum veit ég einfaldlega ekki hvert ég er að fara, hvernig ég kemst þangað og hvort áfangastaðurinn verði raunverulega sá sem ég lagði upp með. Þá er oft erfiðara að hefjast handa því heildarmyndin er ekki til staðar. Ég hef sett mér ákveðið markmið af þessu tagi sem tilheyrir framtíðinni en krefst mikillar og flókinnar vinnu sem þarf að hefja sem fyrst. Ég hef hugsað um það í talsverðan tíma en ýtt því á undan mér og talið mér trú um að það sé nægur tími til stefnu. En svo er alltaf eitthvað í umhverfinu þessar vikurnar sem minnir mig á mikilvægi þessa verkefnis, svona eins og áminning um að ég sleppi ekki undan því, að verkefnið sé ætlað mér.
Ég tók því hænuskref í átt að markmiðinu fyrir nokkrum vikum og nokkuð stórt skref í dag. Fyrir nokkrum dögum var ég mjög kvíðin og efaðist stórlega - vissi ekki hvernig ég ætti að byrja og fannst óþægilegt að hafa ekki skýrari mynd af þrepunum í markmiðinu. Fordómarnir sem ég get stundum haft fyrir sjálfri mér voru að flækjast fyrir og ég kveið fyrir viðbrögðum frá umhverfinu. En ég vaknaði róleg í morgun. Þrátt fyrir langa ökuleið þangað sem förinni var heitið var ekkert rautt ljós á leiðinni. Ég gat keyrt beinustuleið á staðinn þar sem ég hitti fólk sem opnuðu ótal dyr og gáfu mér, með góðu spjalli, skýrari mynd af leiðinni að áfangastaðnum.
Þessi orð Martin Luther King, Jr. hér að ofan ,,Take the first step in faith. You don't have to see the whole staircase, just take the first step" eru mikill sannleikur. Fyrir tilviljun rakst ég á þau í morgun og hafði þau í huga mér í dag. Við þurfum ekki alltaf að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir verða og hvernig við framkvæmum þá - það er bara spurning um að taka fyrsta skrefið og hafa trú á því að það leiði okkur á rétta braut. Alveg sama hversu stór eða smá markmiðin eru.
Bloggar | Fimmtudagur, 28. maí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tvisvar í þessari viku hef ég verið í Norðlingaskóla með fræðslu fyrir 1.-6. bekk en nú eru svokallaðar jafnréttissmiðjur og var ég að fjalla um jafnrétti með tilliti til fötlunar. Nemendum er skipt upp í hæfilega stóra hópa sem mér finnst alveg frábært því þá finnst mér ég ná að skapa meiri nánd og öryggi, auk þess sem ég get horft í augun á nemendum þegar þau eru að segja frá eða spyrja spurninga. Allir hóparnir hingað til hafa verið draumahópar, iðað og ruggað hæfilega mikið í stólunum, sýnt mikinn áhuga, hlustað af athygli, spurt af hreinskilni og sagt dásamlegar sögur af sjálfum sér hvort sem það tengist efninu eða ekki.
Ég átti skemmtilegt samtal við einn nemanda í dag að loknum fyrirlestrum sem mér langar að deila með ykkur. Til að það skiljist almennilega verð ég að taka fram að ég sagði frá að ég væri með fjórar aðstoðarkonur sem skiptust á að vinna hjá mér.
Nemandi (líklega um 8 ára): Mér finnst þú alveg ótrúlega heppin.
Ég (ánægð með þetta sjónarmið): Já, ég veit það, ég er rosa heppin.
Nemandi: Ég er sko ekki með svona aðstoðarkonur eins og þú - ég væri sko til í það!
Ég: Já, þær eru frábærar.
Nemandi: Hvað gerist ef þær eru veikar? ... já, þá kemur bara sú sem er númer tvö.
Ég: Já, stundum er það þannig en stundum getur engin leyst af.
Nemandi: Af hverju kemur ekki bara sú sem er númer tvö í röðinni? [bendir á aðstoðarkonu] - Númer hvað er þessi?
Mér finnst æðislegt, í eins mikilli einfeldni og þessari, hvað er mikil rökhugsun. Þó það sé ekki ,,æskilegt" að númera okkur mannfólkið þá væri þannig hægt að skipuleggja hlutina svo miklu betur, eins og þessi unga manneskja bendir réttilega á.
Ánægjulegast af öllu var þó, að því markmiði var náð, að það að þurfa á aðstoðarkonum að halda var orðið eftirsóknarvert!!
- Freyja Heppna Haraldsdóttir!
Bloggar | Föstudagur, 22. maí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Tenglar
Ég skoða...
- Háskóli Íslands
- Einstök börn
- Forréttindi ehf.
- Notendastýrð persónuleg aðstoð
- Osteogenesis Imperfecta foundation
- Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum
- Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð
- Hjallastefnan
- Dale Carnegie
- ABC hjálparstarf
- Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar