,,...hvað varst þú marga daga að losna við þín?"

Mín yndislega fimm ára frænka hringdi í mig frá Danmörku í dag og sagði mér frá hinu og þessu sem drifið hefur á daga hennar frá því fjölskyldan fór aftur út eftir íslandsdvöl yfir jólin. Helstu fréttir voru að hún væri nú búin að læra að hjóla án hjálpardekkja og væri ,,ógeðslega flink" núna. Eftirfarandi samtal átti sér svo stað:

Frænka: Á næsta stelpudegi þegar ég kem til Íslands (frænku-thing), eigum við þá að fara í hjólatúr? Þú verður bara á hjólastólnum og ég á hjólinu.

Ég: já, við getum gert það.

Frænka: Ég var bara í þrjá daga að losna við hjálpardekkin - hvað varst þú marga daga að losna við þín?

Ég (sprakk úr hlátri): Ég?

Frænka (flissandi): Nei æ já.. þú ert aldrei búin að æfa þig að hjóla!

Það er algjörlega frábært hvernig hún getur verið nýbúin að sleppa orðum um skerðinguna eða gefa til kynna að hún sé meðvituð um hana, þegar hún er búin að steingleyma henni aftur.

Þessi færsla hér er annað dæmi um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg einstaklega frábær húmor. Takk hér var hlegið..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:01

2 identicon

Oh, hún er yndi : )

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:51

3 identicon

Hún er náttúrulega bara yndisleg og í topp klassa þessi litla prinsessa :)

Elín Harpa (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 23:10

4 identicon

Kæra Freyja.

Þú þekkir mig ekki en ég las nýlega bókina þína "Postulín". Mig langar til að óska þér til hamingju með bókina (þó seint sé, ég veit hún kom út jólin 2007). Bókin þín er þörf áminning okkur sem ekki stríða við neina fötlun að vera þakklát fyrir það sem við höfum og ekki endalaust taka sem gefið að lífið sé "eðlilegt" hjá okkur. 

Takk, takk fyrir góða bók og gangi þér allt í haginn í framtíðinni.

Sigríður Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:57

5 Smámynd: Freyja Haraldsdóttir

Já, hún er snillingur þessi dama

Hjartans þakkir fyrir Sigríður, ánægjulegt að heyra  

Freyja Haraldsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:13

6 identicon

Þessi unga dama spurði mömmu sína í strætó áðan: Hvar á ungt fólk í hjólastól að sitja mamma?

Hjartans knús úr snjónum í Köben til þín elsku frænka, við söknum þín mikið

Árný (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:08

7 Smámynd: Freyja Haraldsdóttir

O my god, hún er nú algjört æði

Ég sakna ykkar líka .... alltof mikið

Hjartans knús úr íslenskum snjó til ykkar mín kæru

Freyja Haraldsdóttir, 11.2.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 734

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband