Tíminn flýgur...

Þá er þessi vika á enda og ný að hefjast í fyrramálið - ekki það, mér finnast sunnudagar ekki eiga að vera fyrsti dagur vikunnar. Tíminn líður svo hratt að ég hef áhyggjur af því að einn daginn vakni ég með grátt hár og á leiðinni á elliheimili.

Þessi vika hefur verið góð. Á mánudaginn fór ég með upplestur í fermingafræðslu í Seltjarnarneskirkju og gekk það mjög vel. Á fimmtudaginn var svo ráðstefna um skóla án aðgreiningar sem ég bæði sótti og var með erindi á. Hún var mjög áhugaverð, passlega löng og fjölbreytt erindi voru yfir daginn sem fengu mig til að hugsa um stöðu skólamála hér á landi og hversu aðgengilegur hann er fyrir börn - margbreytileg börn. Fyrirlesararnir voru bæði fræðimenn, foreldrar, kennari og ég sem sum höfðum ólíkar skoðanir á mikilvægi þátttöku fatlaðra nemenda í almennum skólum, tilvist sérskóla og annarra sérúrræða. Ráðstefnan hrærði vel í hausnum á mér en breytti ekki skoðun minni; að ganga í almennan skóla eru mannréttindi allra nemenda og lykill að almennri samfélagsþátttöku. Ég mun linka á erindi mitt hér inn von bráðar og þá getið þið fengið dýpri innsýn í viðhorf mitt til þessa alls. Upptaka af ráðstefnunni á einnig að koma í heild sinni á netið og mun ég setja það hér inn líka.

Hægt er að fræðast meira um skóla án aðgreiningar og ráðstefnuna hér.

Eigið góða rest af helgi, það ætla ég að gera!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband